Fengu norska kollega í heimsókn

Deila:
Síðastliðinn föstudag kom Ole Christian Fiskaa, hafnarstjóri í Álasundi í Noregi og starfsfólk hans í heimsókn til Faxaflóahafna. Frá því segir í frétt Faxaflóhafna að með heimsókninni hafi gefist tækifæri til að ræða sameiginlegar áskoranir, sem og tækifæri varðandi landteningar skipa, þróun hafna, skemmtiferðaskip, sjóflutninga og ekki síst umhverfisáherslur hafna í Noregi og á Íslandi.
Gestirnir fengu kynningu á fjölþættri starfsemi Faxaflóahafna og framtíðarsýn sem leiðandi hafnar í Norður-Atlandshafi, líkt og segir í fréttinni.
Deila: