Metaðsókn í fiskeldisfræði

Deila:

Aldrei hafa fleiri sótt um nám í fiskeldisfræði í Háskólanum á Hólum. RÚV greinir fá þessu. Þrátt fyrir það er skólinn að missa kennsluaðstöðu sína á Sauðárkróki. Senda þarf nemendur í verklega kennslu vítt og breitt um landið, að því er fram kemur í fréttinni.

Gífurleg uppbygging er fyrirhuguð í laxeldi á Íslandi, ekki síst í landeldi í grennd við Þorlákshöfn og Grindavík. Í frétt RÚV segir að fimmtíu manns hafi sótt um diplómunám í fiskeldisfræði við Háskólann á Hólum fyrir næsta skólaár. Það er tvöföldun frá fyrri árum.

í fréttinni er haft eftir Camille Anna-Lísa Leblanc, dósent að skólinn sé að missa það húsnæði sem hann hefur haft undir eldi. Því þurfi að senda nemendur út um allt land, til að sinna verklega þætti námsins.

Deila: