Brim lokar fiskvinnslu Kambs

Deila:

Brim hef­ur ákveðið að loka fisk­vinnslu dótt­ur­fé­lags­ins Kambs ehf. í Hafnar­f­irði í haust. Flestum af 31 starfsmanni hefur verið sagt upp en flestum verður boðin vinnan innan fyrirtækisins. Fram kemur í tilkynningu á vef Brims að þetta sé til komið vegna samdráttar í útgefnum veiðiheimildum botnfisks. Botnfiskvinnslan verði færð í Norðurgarð í Reykjavík.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Brims. Þar segir að samráð hafi verið haft við fulltrúa stéttarfélaga starfsmanna í aðdraganda ákvarðarinnar. Leitast verði við að finna fólkinu sambærileg störf í Norðurgarði eða annars staðar innan samstæðu Brims. Auk þess verði starfsfólki veitt ráðgjöf og aðstoð við atvinnuleit.

Brim keyhpti fiskvinnsluna Kamb og útgerðina Grábrók ehf á um þrjá milljarða króna 2019.

Deila: