Miklir ríkisstyrkir í Kína

Deila:

Kínverski útgerðarrisinn  CNFC Overseas Fishery, hefur fengið opinberan styrk að upphæð um 1,7 milljarðar íslenskra króna til að greiða úr rekstrarvanda fyrirtækisins og til niðurskurðar og endurnýjunar á fiskiflota þess.

Fyrr á þessu ári var tilkynnt um breytta fiskveiðistefnu af yfirvöldum í Kína, þar sem tekið var tillit til umhverfisþátta og ofveiðar viðurkenndar. Samkvæmt þeirri stefnu er markmiðið að fækka um 20.000 skip og báta í kínverska fiskveiðiflotanum. Fækkun meðalstórra og stórra skipa er ráðgerð um 8.300 skip.

Þrátt fyrir þessa stefnubreytingu hafa stjórnvöld í Kína gefið upp að úthafsveiðifloti landsins hafi skilað metafla á fyrri helmingi þessa árs.

Grænfriðungar ásaka kínversk stjórnvöld fyrir að ýta undir ofveiði og óhagkvæmar veiðar á heimshöfunum með þessum ríkisstyrkjum. CNFN stundar fyrst og fremst veiðar á smokkfiski og túnfiski.

 

Deila: