Hægara að styðja en reisa
Sjávarútvegsdagur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Deloitte og Samtaka atvinnulífsins er haldinn í fyrramálið. Fundurinn hefst klukkan 08.00 og stendur til 10.00 og er haldinn í Silfurbergi í Hörpu. Yfirskrift fundarins er „Hægara er að styðja en reisa“
Farið verður yfir afkomu sjávarútvegsfyrirtækja á árinu 2018 og rýnt í stöðu og horfur í greininni á komandi misserum.
Dagskráin hefst á léttum morgunverði en klukkan 08.30 setur Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS fundinn. Að setningu lokinni fer Jónas Gestur Jónsson, löggiltur endurskoðandi hjá Detoitte yfir afkomu sjávarútvegsins á síðasta ári. Friðrik Gunnarsson, Hagfræðingur FSH veltir upp spurningunni hvert fiskvinnslan stefni og loks flytur seðlabankastjóri Jón Ásgeir Jónsson erindið Seðlabankinn og sjávarútvegur.
Fundarstjóri er Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka.