Mokveiði hjá Björgvin EA

Deila:

Áhöfnin á Björgvin EA er heldur betur að mokveiða núna í september og gefa öllum hinum skipunum bara langt nef. Fullfermi hjá Björgvin EA er um 170 tonn og hefur veiðin hjá þeim verið algjört ævintýri núna í sept.

Þetta má lesa á sjávarútvegssíðunni http://aflafrettir.is Þar kemur fram að nú  séu þeir á Björgvin EA búnir að landa um 793 tonn í aðeins 5 löndunum eða 158 tonnum að meðaltali í löndun.

„Túrarnir hafa allir verið mjög stuttir og sem dæmi má nefna að  nýjasta löndun togarans var 164 tonn eftir aðeins 4 daga höfn í höfn og gerir það um 41 tonn á dag. Besti túrinn var þó snemma í september enn þá kom Björgvin EA með 164 tonn eftir aðeins 3 daga höfn í höfn og gerir það 55 tonn á dag.

Ekki er mánuðurinn búinn og þeir á Björgvin EA eiga möguleika á að ná yfir 900 tonnin og innsigla þannig mokmánuð sem þessi mánuður er búinn að vera.

 

 

Deila: