Meira fiskast af þorski og ýsu við Færeyjar

Deila:

Töluvert meira hefur hefur landað af botnfiski í Færeyjum á fyrstu þremur fjórðungum þessa árs en á sama tíma í fyrra. Af mikilvægustu tegundunum hefur verið landað 64% meira af þorski og 71% af ýsu. Samdráttur í ufsaafla er þó 18% og 8% af öðrum botnfisktegundum.

Um fjórðungs samdráttur er í löndunum á grálúðu, en tvöfalt meira hefur verið veitt af skötusel.  Verðmæti landaðs afla er um fimmtungi hærra en á sama tíma í fyrra. Þorskur, ýsa og skötuselur hækka verðmætið og aflaverðmæti botnfisks hefur hækkað um 28%, en magnið vaxið um 16%.

Þrátt fyrir þessa jákvæðu þróun er botnfiskaflinn enn mun minna en hann var þegar best lét.

Botnfiskaflinn  nú er tæplega 47.800 tonn. Þar af er þorskur 19.900, ýsa 6.200 og ufsi 15.000 tonn. Þetta er í öllum tilfellum mun minna en upp úr aldamórunum eins og sjá má af grafi frá Hagstovu Færeyja.

 

Deila: