Niðurstöður umhverfisvaktana gerðar opinberar

Deila:

Rorum ehf opnar í vikunni vefsíðu þar sem hægt er að fylgjast með niðurstöðum vöktunar á umhverfisþáttum við eldiskvíar. Þetat kemur fram í frétt á vef félagsins. RORUM stendur fyrir rannsóknir og ráðgjöf í umhverfismálum. Meginmarkmið félagsins eru rannsóknir og aðrar athuganir á sviði í grasafræði, dýrafræði og vistfræði og að veita ráðgjöf í umhverfismálum.

Fram kemur í fréttinni að uppsöfnun lífræns efnis undir sjókvíum hafi áhrif á botndýralíf. Með því að mæla breytingar á styrk efnanna og rannsaka breytingar í samfélögum hryggleysingja á botni fást nákvæmar upplýsingar um bein áhrif fiskeldis á umhverfið.

„Samspil efnamælinga og breytinga í samfélögum botndýra gefur því mjög skýra mynd af stöðu lífríkisins á hverjum tíma. Þessar upplýsingar eru forsenda þess að starfrækja fiskeldi í sátt við umhverfið. Vöktun á umhverfisþáttum fer fram á þremur mismunandi tímum í eldisferlinu: Áður en eldi hefst á eldissvæði til að meta hvert grunn ástandið er á eldissvæði (grunn sýnatökur). Þegar eldi hefur náð 75% af leyfilegum lífmassa eldissvæðis (hámarkssýnatökur). Þegar hvíldartíma eldissvæði líkur, venjulega 3 mánuðum eftir að slátrun líkur (hvíldarsýnatökur).”

Þátttakendur í verkefninu eru eldisfyrirtækin Ice Fish Farm á Austfjörðum, Arnarlax, Ís 47, Hábrún og Háafell á Vestfjörðum.

 

Deila: