Flutningskostnaður fiskflutningaskipa í bakafragt getur lækkað um nærri 40%

Deila:

Rannsókna- og þróunarverkefnið T-KER er samvinnuverkefni Sæplasts, Matís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri, ITUB og Icefresh í Þýskalandi.

Rannsókna- og þróunarverkefnið T-KER er samvinnuverkefni Sæplasts, Matís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri, ITUB og Icefresh í Þýskalandi.

Markmiðið er að þróa ný flutningaker, sem ætluð eru fyrir heilan fisk, fersk flök og flakabita til að byrja með en gætu hæglega reynst vel fyrir önnur fersk matvæli. Hönnun nýju keranna, sem nefnd eru tvíburaker og staflast í pörum, miðar að því að bæta rúmmálsnýtingu í bakafragt um 60-75% og minnka þar með flutningskostnað í bakafragt um nærri 40%. Kerunum, sem væntanlega verða um 10-15 cm grynnri en hefðbundin 460 L fiskiker, er einnig ætlað að varðveita fiskgæði og stöflunaröryggi jafn vel eða betur miðað við núverandi ker fyrir hvítfisk og einnota frauðkassa fyrir lax. Jákvæð umhverfisáhrif nýju keranna stafa því bæði af bættri rúmmálsnýtingu í flutningi og aukinni notkun á endurnýtanlegum umbúðum í stað einnota umbúða.

https://youtu.be/mXePnaE3RHI

 

 

Deila: