Taka frá síldarkvóta fyrir tilraunaveiðar

Deila:

Færeyska sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð þar sem kveðið er á um sérstaka úthlutun 6.000 tonna af norsk-íslenskri síld til tilraunaveiða. Aflann skal taka innan lögsögu Færeyja.

Frestur til að sækja um heimildir úr þessum kvóta rennur út um miðjan ágúst. Við afgreiðslu umsókna verður áherslan lögð á þróun og nýsköpun og aukið virði aflans.

Í umsóknum skal koma fram kostnaðaráætlun auk upplýsinga um veiðiskip, veiðarfæri, útgerð og fiskimið.

Heildarkvóti Færeyinga á norsk-íslensku síldinni á þessu ári er 125.597. 53.097 tonn eru tekin til hliðar fyrir skip sem stunda veiðar undir íslensku flaggi og 53.000 tonn eru tekin til hliðar til uppboða með svipuðum hætti og í fyrra. 6.000 tonn eru tekin til hliðar fyrir tilraunaveiðar og 1.000 tonn fara í meðafla við veiðar á öðrum uppsjávarfiski innan lögsögu Færeyja.

Auk þessa nýta Færeyingar síldarkvóta sinn í skiptum á öðrum fiskitegundum við önnur lönd.

 

 

Deila: