Byrjaði 12 ára í síld með mömmu

Deila:

Maður vikunnar á Kvótanum í dag er Grindvíkingurinn Hallfreður Bjarnason, bílstjóri hjá Þorbirni hf. í Hann var í dag að keyra frystan makríl úr löndunarskýlinu á bryggjunni inn í frystigeymslur, en frystitogari fyrirtækisins, Gnúpur GK, er nú á makrílveiðum.

Nafn?

Hallfreður Bjarnason

Hvaðan ertu?

Grindavík

Fjölskylduhagir?

Er með sambýliskonu og á tvö börn úr fyrra hjónabandi.

Hvar starfar þú núna?

Vörubílstjóri hjá Þorbirni hf.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Líklega 12 ára að salta síld með mömmu.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Ég held mér hafi þótt allt skemmtilegt við þá vinnu sem ég komið nálægt og það sem ég er að gera í dag er einstaklega gaman.

En það erfiðasta?

Þegar ég tók við sem yfirverkstjóri í frystihúsinu hjá Þorbirni. Það tók á andlegu hliðina en ég komst yfir það fljótlega.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Það er margt skrítið sem hefur skeð í gegnum tíðina en ég man ekki eftir neinu sérstöku eins og er.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Halldór Sigurðsson. Hann var alveg einstaklega góður vinnufélagi.
Hver eru áhugamál þín?

Allt sem við kemur sjávarútvegi og veiði og fjölskyldunni.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Lambakjöt

Hvert færir þú í draumfríið?

Ég er ekkert rosalega gefinn fyrir hita en held ég færi til Tenerife. Hef einu einu sinni farið þangað og það var einstaklega „næs“.

 

 

Deila: