180 tonn af þorski á handfæri í dag

Deila:

Fyrsti veiði strandveiða er að baki. Í morgun höfðu um 490 strandveiðileyfi verið virkjuð, samkvæmt frétt á vef RÚV. Ljóst má vera að leyfunum á eftir að fjölga en í fyrra stunduðu um 700 bátar veiðar.

Gæftir voru ágætar fyrsta daginn en veðrið var síst út fyrir Suðvesturlandi. Handfærabátar seldu 181 tonn af þorski á markaði í dag en í þeirri tölu geta verið handfærabátar sem eru ekki á strandveiðum. Eins landa sumir strandveiðibátar beint á vinnslur.

Meðalverð á handfæraþorski í dag var 405 krónur á kíló.

Veðurspá gerir áfram ráð fyrir suðaustan streng út fyrir Suður- og Suðvesturlandi bæði á morgun og hinn. Smábátar í öðrum landshlutum ættu að geta sótt sjóinn þessa daga.

 

Deila: