LungA fer í fisk

Deila:

Síðastliðinn fimmtudag heimsóttu kennarar og nemendur LungA skólans á Seyðisfirði fiskvinnslu Síldarvinnslunnar þar. Hluti hópsins var í fyrsta skipti að stíga fæti inn í fiskvinnsluhús en kennarar og nemendur skólans koma víða að, t.d. frá Singapore, Hong Kong, Danmörku, Bandaríkjunum og Bretlandi.

LungA School er alþjóðleg menntastofnun á Seyðisfirði sem hefur fest rætur og setur mikinn svip á bæjarlífið yfir vetrarmánuðina. Í skólanum er sinnt list af öllu tagi. Þrátt fyrir að engin vinnsla sé í fiskvinnsluhúsinu þá var hópurinn áhugasamur og vildi fræðast um allt sem fyrir augu bar. Þau Ómar Bogason framleiðslustjóri og Árdís Sigurðardóttir yfirverkstjóri tóku á móti gestunum og buðu þeim upp á veitingar. Að sögn Ómars vöknuðu margar spurningar hjá þeim og var meðal annars mikið spurt um fyrirkomulag veiðanna, vinnsluaðferðir og sjálfbærni greinarinnar.

 

Deila: