Aukið útflutningsverðmæti sjávarafurða.

Deila:

Sjávarafurðir voru 37% alls vöruútflutnings síðustu tólf mánuði en verðmæti þeirra jókst um 12,5% á milli tólf mánaða tímabila. Verðmæti útflutnings í fiskeldi jókst um 7,9 milljarða á milli tólf mánaða tímabila, eða um 24,5%, og mælist 5% af heildarútflutningsverðmæti á tólf mánaða tímabili.

Verðmæti útfluttra sjávarafurða í apríl var 31,4 milljarðar  króna. Það er 15% vöxtur miðað við sama mánuð í fyrra. Verðmæti útfluttra sjávarafurða á síðustu 12 mánuðum var 316,9 milljarðar króna.

Verðmæti vöruútflutnings á tólf mánaða tímabili var 851 milljarður króna og jókst um 202 milljarða króna miðað við tólf mánaða tímabil ári fyrr eða um 31,1% á gengi hvors árs. Iðnaðarvörur voru 54% alls vöruútflutnings á tólf mánaða tímabili og var verðmæti þeirra 50,1% meira en á tólf mánaða tímabili ári fyrr. Þetta kemur fram í frétt frá Hagstofu Íslands.

Aukið útflutningsverðmæti má rekja til mikilla verðhækkana á áli og fiskafurðum í kjölfar covid og síðan innrásar Rússa í Úkraínu.

Deila: