Ábendingar um umsóknir um leyfi til grásleppuveiða

Deila:

Fiskistofa vekur athygli útgerða á því að sótt er um flest veiðileyfi í gegnum þjónustugáttina UGGA, þar á meðal um leyfi til grásleppuveiða.  Sé umsókn fullnægjandi og berist hún fyrir kl. 15:30 á virkjum degi verður til greiðsluseðill í heimabanka umsækjanda skömmu seinna. Ef greitt er fyrir kl. 21 þann dag verður útgefið veiðileyfi tiltækt frá miðnætti á síðu umsækjandans í UGGA og hann getur þá hafið veiðar daginn eftir greiðslu fyrir leyfið.
Berist greiðsla seinna en kl. 21 seinkar útgáfu leyfis um sólarhring.  Greiða þarf fyrir kl. 21 á föstudegi eigi leyfi að verða orðið virkt á mánudegi. Hliðstæð regla gildir um almenna frídaga.
Ofangreindar tímasetningar ráðast af því hvernig bankafærslur eiga sér stað hjá Reiknistofu bankanna.
Grásleppuveiðar sem hefjast um  páskana

Fiskistofa vekur sérstaklega athygli á að þeir grásleppuveiðimenn sem hyggjast virkja leyfi sín og hefja veiðar  um páskana þurfa að hafa sótt um grásleppuleyfi fyrir kl. 15:30 miðvikudaginn fyrir skírdag,  þ.e. 28. mars, og hafa greitt fyrir leyfið fyrir kl. 21 þann dag í heimabanka eða bankaútibúi. Þetta á við um þá sem hyggjast hefja veiðar á tímabilinu 29. mars til og með 3. apríl.

„Fyrsti  veiðidagur á grásleppuveiðisvæðum  A, B og C er  páskadagur, 1. apríl.  Þeir sem vilja hefja veiðar  á þeim svæðum frá fyrsta degi þurfa því að  ganga frá umsókn og greiða leyfið ekki seinna en á miðvikudaginn 28. mars.   Einnig bendum við á að til þess að hafa leyfi til grásleppuveiða á þriðjudeginum eftir páska, þ.e. 3. apríl, þarf í síðasta lagi að gagna frá umsókn og greiða hana miðvikudaginn 28. Mars,“ segir á heimasíðu Fiskistofu.

Deila: