Enn auglýst eftir umsóknum um byggðakvóta

Deila:

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. ákvæðum reglugerðar nr. 685/2018 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2018/2019.

Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum , sbr. auglýsingu nr. 218/2019 í Stjórnartíðindum

  • Fjarðabyggð (Stöðvarfjörður og Breiðdalsvík)
  • Vesturbyggð ( Patreksfjörður, Brjánslækur og Bíldudalur)
  • Sveitarfélagið Ölfus (Þorlákshöfn)

Samningur um vinnslu afla skal vera undirritaður og staðfestur af sveitarfélagi.

Senda skal vinnslusamninginn á byggdakvoti@fiskistofa.is

Umsækjendur eiga þá að fá sjáflvirka svarsendingu með staðfestingu á móttöku vinnslusamningsins.

Vakin skal athygli á því að umsóknin telst ekki gild nema samningur um vinnslu fylgi. Samningum þarf að skila áður en umsóknarfrestur  er liðinn.  

Nánari upplýsingar

Umsóknarfrestur er til og með 19. mars 2019

 

Deila: