Seldi fyrir milljarð í Síldarvinnslunni

Deila:

Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík, hefur selt hlut í Síldarvinnslunni fyrir um milljarð króna að því er fram kemur á vef Heimildarinnar. Þar er rakið að Pétur hafi eignast hlut í Síldarvinnslunni í byrjun desember eftir að félagið keypti fjölskyldufyrirtækið Vísi í Grindavík.

Fram kemur í fréttinni að hlutur Péturs hafi verið 1,6% en sé nú 1,13%. Eftirstandandi hlutur sé nú metinn á um 2,4 milljarða króna, miðað við gengi hlutabréfa í Síldarvinnslunni.

Pétur og systkini hans fimm: Páll, Svanhvít, Margrét, Kristín og Sólný Pálsbörn, fengu samtals um átta prósent hlut í Síldarvinnslunni við söluna á Vísi að því er fram kemur í Heimildinni.

Deila: