Fiskistofa hlýtur jafnlaunavottun til ársins 2022

Deila:

Þann 4. mars komu fulltrúar Jafnréttisstofu í heimsókn til Fiskistofu og færðu stofnuninni staðfestingu á jafnlaunavottun ásamt heimild til að nota jafnlaunamerkið næstu þrjú árin. En merkið mega þeir einir nota sem lokið hafa jafnlaunaúttekt skv. IST85:2012 og fengið til þess heimild Jafnréttisstofu. BSÍ tók Fiskistofu út að þessu sinni og var lokaúttekt án athugasemda.

Vinna við innleiðingu á jafnlaunakerfi  hefur staðið í um ár og gengið vel. Á heimasíðu Velferðarráðuneytisins er að finna upplýsingar um jafnlaunavottun en tilgangur hennar er meðal annars að draga úr kynbundnum launamun og miða að auknu launajafnrétti kynjanna, efnahagslegu jafnræði sem að endingu mun meðal annars skila sér í jafnari lífeyrisgreiðslum kvenna og karla.

„Við hjá Fiskistofu erum stolt af því að hafa hlotið  jafnlaunavottun og að vera handhafar merkisins. Við teljum jöfnuð vera lykilatriði  í gagnsæju og réttlátu launakerfi og eitt af mörgum skrefum til að gera góðan vinnustað enn betri,“ segir í frétt frá Fiskistofu

 

Deila: