Kleifaberg með góðan túr

Deila:

Þann 7. mars landaði Kleifarberg RE 70 góðum túr úr Barentshafi  en að visu tekin ein millilöndun þar sem að landað var i Tromsö i Noregi og alls var skipið með aflaverðmæti fyrir rúmar 500 milljónir.

Við komuna til Akureyrar var skipverjum færð terta frá útgerð skipsins sem að gladdi áhafnarmeðlimi mikið að sögn skipstjórans Stefáns Sigurðssonar. Með honum i brúnni var Jóhann Gylfasson stýrimaður.

Túrinn tók alls 37 daga og hefur skipið þegar haldið til veiða en nú á heimamiðum undir stjórn Viðis Jónssonar.

Ljósmynd Þorgeir Baldursson.

 

Deila: