Afli strandveiðibáta 2.907 tonn í júlí
380 tonn voru óveidd af leyfilegum hámarksafla á strandveiðum í júlí, þegar síðasta tímabil veiðanna hófst í gær. Þessar heimildir færast yfir á ágústmánuð. Hlutfallslega var mest óveitt á svæði D, 28%, en minnst á svæði A, 5%.
Niðurstöður veiðanna í júlí sýna að aflinn á svæði A varð 1.007 tonn. Bátarnir voru 225 og róðrar 1.412. Meðalafli í róðri var 713 kíló og afli að meðaltali á bát 4,5 tonn.
Á svæði B réru 133 bátar og lönduðu 730 tonnum í 1.260 róðrum. Meðalafli í róðri var 580 kíló og afli á bát að meðaltali 5,5 tonn.
Á svæði C voru bátarnir 124 og lönduðu 891 tonni í 1.292 róðrum. Afli í róðri var að meðaltali 690 kíló og afli á bát að meðaltali 7,2 tonn.
Bátar á svæði D voru 106 og lönduðu samtals 279 tonnum í 531 róðri. Meðalafli í róðri var 525 kíló og afli á bát að meðaltali 2,6 tonn.
Sé litið á júlímánuð í heild réru 588 bátar og lönduðu 2.907 tonnum í 4.495 róðrum. Afli í róðri var að meðaltali 647 kíló og afli á bát að meðaltali 4,9 tonn. Leyfilegur heildarafli í mánuðinum var 3.287 tonn og því eru óveidd eins og áður sagði 380 tonn. Þau færast yfir á tímabilið, sem nú er að hefjast.