Gullver með fullfermi

Deila:

Ísfisktogarinn Gullver NS kom til Seyðisfjarðar aðfaranótt mánudags með fullfermi eða 106 tonn af blönduðum afla. Er þetta fyrsta veiðiferð skipsins eftir slipp. Jónas Jónsson skipstjóri var ánægður með túrinn.

„Þessi túr var stuttur, rétt um þrír sólarhringar frá höfn í höfn. Aflinn var býsna góður. Við byrjuðum í Berufjarðarálnum, fórum þaðan í Lónsdýpið og enduðum á Breiðdalsgrunni. Alls staðar fiskaðist vel.  Við munum næst landa áður en frystihúsið á Seyðisfirði hefur starfsemi að aflokinni sumarlokun, en það verður á þriðjudag eftir verslunarmannahelgina,“ sagði Jónas í samtali á heimasíðu Síldarvinnslunnar.
Ljósmynd Ómar Bogason

Deila: