Vænn þorskur á Sannleiksstöðum

Deila:

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir í Vestmannaeyjum í gær, að því er fram kemur á vef Sídlarvinnslunnar. Þar segir að Bergur hafi verið með fullfermi en Vestmannaey tæplega 50 tonn.

Jón Valgeirrson á Bergi segir að fiskerí hafi verið gott. „Við fórum á Selvogsbankann, nánar tiltekið á Sannleiksstaði, og þar var væn þorskveiði á þriðjudag og í gærmorgun, en það var hins vegar rólegt í upphafi túrs. Mér finnst ekki kominn vertíðarbragur á þetta ennþá en fiskurinn sem fékkst er flottur; vertíðarþorskur, lifrarmikill og með hrognum. Það er heilmikill fiskur uppi í landsteinum og þar eru dragnótabátar og línubátar að gera það gott en fiskurinn er ekki genginn út frá landinu í mjög miklum mæli ennþá. Það var sæmilegasta veður í þessum túr, norðangjólukaldi allan tímann,“ segir Jón.

Egill Guðni Guðnason, skipstjóri á Vestmannaey, segir að þeir hafi verið á vitlausu róli í túrnum. „Við byrjuðum á Selvogsbankanum en þar var lítið að fá. Við færðum okkur þá yfir á Pétursey en þá brast á hörkufiskirí á Selvogabanka. Það var lítið fiskirí á Péturseynni þannig að við fórum til baka og fengum fínan afla á Selvogsbankanum í þá 17 klukkutíma sem við stoppuðum þar. Þar fékkst helst yfir sjö kílóa þorskur, hinn fallegasti fiskur,“ segir Egill Guðni.

Bergur mun halda til veiða á

Deila: