Hafró leitar að vélstjóra

Deila:

Hafrannsóknastofnun leitar að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi í starf vélstjóra á rannsóknaskip stofnunarinnar til starfa sem fyrst. Um er að ræða tímabundið starf til árs með möguleika á framlengingu. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar.

Þar er farið yfir helstu verkefni og ábyrgð:

  • Daglegur rekstur, viðhald og viðgerðir véla, tækja og vélbúnaðar um borð.
  • Fyrirbyggjandi viðhald með áherslu á rekstraröryggi og öryggi starfsfólks.
  • Þátttaka í þróun, uppbyggingu og innleiðingu á nýjum lausnum.
  • Önnur tilfallandi verkefni.
  • Hæfniskröfur
    Vélstjórnarréttindi VF.2.
  • Reynsla af því að vinna á sjó sem vélstjóri skilyrði.
  • Góð reynsla og þekking á rekstri og viðhaldi á vélum og búnaði.
  • Skipulagshæfileikar og hæfni til að sinna fjölbreyttum verkefnum.
  • Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Jákvætt viðmót, samstarfsvilji og lausnamiðuð nálgun.
  • Ríkir samskiptahæfileikar, rík þjónustulund og hæfni til að vinna í teymi.
  • Hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymisvinnu.
  • Góð tölvukunnátta og hæfni til að miðla þekkingu og upplýsingum á íslensku og ensku.

Nánar má lesa um starfið hér.

Deila: