Féll útbyrðis af léttabát Herjólfs

Deila:

Maður féll útbyrðis úr þriggja manna áhöfn léttabáts Herjólfs þegar eldur kom upp í vélarrúmi hans í gærkvöldi. Herjólfur var þá á leið frá Vestmannaeyjum til Landeyjahafnar, en ferðin var notuð til að æfa notkun léttabátsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Þar segir að björgunarskipið Þór hafi verið sent á staðinn á sjöunda tímanum. Þegar að var komið höfðu mennirnir tveir, sem voru um borð í bátnum, náð félaga sínum aftur um borð og tekist hafði að slökkva eldinn.

Mennirnir þrír voru flutttir með sjúkrabíl til skoðunar á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum.

Deila: