Hátíðleg athöfn í Stykkishólmi

Deila:

Tekið var formlega á móti nýrri Breiðafjarðarferju sem ber heitið Baldur við hátíðlega athöfn í Stykkishólmshöfn föstudaginn 17. nóvember. Frá þessu segir á vef Vegagerðarinnar. Þar segir að fjöldi fólks hafi lagt leið sína niður á höfn til að skoða ferjuna, sem var opin fyrir gesti og gangandi. Boðið hafi verið upp á kaffi og meðlæti um borð og gestum gefist tækifæri til að skoða farþegarými skipsins.

Nýi Baldur tekur 250 farþega og rúmar fimm stóra flutningabíla. Sæferðir sjá um rekstur ferjunnar fyrir Vegagerðina.

Fjöldi manns kom saman við höfnina í Stykkishólmi til vera við athöfnina og ekki var annað að merkja en að mikil ánægja væri með nýjan Baldur, að því er segir í fréttinni.

Deila: