Vinstri grænir styðja hækkun veiðigjalda

Deila:

Í ályktun sem flokksráð Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs samþykkti hefur samþykkt, kemur fram stuðningur við hækkun veiðigjalda og að spornað verði gegn samþjöppun í sjávarútvegi. Þá verði lög um stjórn fiskveiða endurskoðuð með það að markmiði að gagnsæi ríki um raunverulega eigendur sjávarútvegsfyrirtækja.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá VG þar sem segir enn fremur að við endurskoðun sjávarútvegsmála skuli tillit tekið til smærri útgerða. Fundur flokksráðs VG, varhaldinn um helgina á Ísafirði.

Í tilkynningunni segir svo: “Flokksráðsfundur Vinstri grænna haldinn á Ísafirði 27.-28. ágúst 2022 lýsir yfir stuðningi við hugmyndir um hækkun veiðigjalda, þar sem sérstaklega er tekið tillit til smærri útgerða, endurskoðun laga sem lúta að gagnsæi um raunverulega eigendur sjávarútvegsfyrirtækja og að sporna gegn samþjöppun í sjávarútvegi. Stórútgerðin hefur haldið áfram að skila hagnaði í gegnum heimsfaraldur og innrás Rússa í Úkraínu og á að leggja meira til samfélagsins. Þá lýsir fundurinn yfir stuðningi við áform um að stækka félagslega hluta fiskveiðistjórnunar-kerfisins. Full þörf er á bættri fjármögnun hafrannsókna sem þurfa að vera mun víðtækari á tímum þar sem vistkerfi sjávar er í hættu vegna loftslagsbreytinga, súrnunar sjávar og plastmengunar.”

Deila: