„Áramótategundum“ úthlutað

Deila:

Fiskistofa hefur úthlutað aflaheimildum í svokölluðum áramótategundum, það er fiskitegundum sem deilt er með öðrum þjóðum og er úthlutað fyrir almanaksárið en ekki fiskveiðiárið. Um er að ræða þorsk innan lögsögu Noregs, úthafskarfa , norsk-íslenska síld og kolmunna.

Af þorskinum koma 6.517,4 tonn í hlut íslenskra skipa. Úthafskarfakvótinn verður 2.203 tonn, veiða má 97.500 tonn af síldinni og 142.000 tonn af kolmunna, samkvæmt fyrstu úthlutun. Heimildum í þorski innan lögsögu Rússa hefur ekki úthlutað.

Þegar tekið er tillit til færslu milli ára nú er Vilhelm Þorsteinsson EA er með mestar heimildir í norsk-íslensku síldinni, 9.927 tonn. Næsta skip er Beitir NK með 9.364 tonn. Þá kemur Aðalsteinn Jónsson SU með 8.361 tonn og Börkur NK með 8.309 tonn. Alls eru 17 skip með síldarkvóta.

19 skip eru með úthlutun í kolmunna á þessu ári. Eftir tilfærslur milli ára og milli skipa er Beitir KN með mestar heimildir eða 16.378 tonn. Næstur er Börkur NK með 15.402 tonn og á eftir koma Jón Kjartansson SU með 13.781 tonn, Víkingur AK með 13.455 tonn, Venus NS með 13.402 tonn og Aðalsteinn Jónsson SU með 10.357. Önnur skip eru með minna en 10.000 tonn.

Þerney er með mestan þorskkvóta innan lögsögu Norðmanna í Barentshafi, 982.331 tonn. Næst kemur Arnar HU með 749.170, þá Guðmundur í Nesi með 600.989 og Snæfell EA með 568.975 tonn. Alls fá 20 skip úthlutað heimildum nú. Mörg skipanna fá of litlar heimildir til að borgi sig að sækja þær og er því mikið um millifærslur milla skipa að öllu jöfnu, þó þær séu ekki enn komnar fram á vef Fiskistofu. Þannig sóttu aðeins 8 skip allar þorskveiðiheimildir okkar innan lögsögu Noregs í fyrra. Þá var Þerney með langmestan afla, 1.629 tonn en næst komu Mánaberg ÓF með1.128 tonn og síðan Kleifaberg RE með 1.097 tonn. Önnur skip voru undir þúsund tonnunum.

 

Deila: