17 milljarða hagnaður í fyrra

Deila:

Áætluð er að rekstrarhagnaður Síldarvinnslunnar hlaupi á 17 milljörðum króna, eða 121 milljónum Bandaríkjadala. Það er meiri hagnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir í upphafi ársins. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun sem send var til Kauphallarinnar í dag. Fram kemur að vinnsla hafi gengið vel á árinu en einnig að þættir eins og verð á fiskimjöli og lýsi hafi verið hærra en áætlanir gerðu ráð fyrir. Aftur á móti hafi atburðirnir í Grindavík haft neikvæð áhrif vegna framleiðslustöðvunar og einskiptiskostnaðar við björgun afurða.

Vinna við ársuppgjör stendur enn yfir. Niðurstöður ársins verða birtar 7. mars.

Deila: