Suðurklefinn í gagnið í ágúst
Kapp er lagt á að taka suðurklefa nýrrar frystigeymslu Vinnslustöðvarinnar á Eiði í gagnið í ágúst. Lokið var við að steypa gólfin í norðurklefanum núna fyrir helgi.
Í suðurklefanum er byrjað að setja upp færanlega rekka. Uppsetningin er mikið fyrirtæki og tekur nokkrar vikur. Nýju frystirýmin í norður- og suðurhluta byggingarinnar verða alveg aðskilin.
Ljósmynd Addi í London.