Varðskipið Þór í Neskaupstað

Deila:
Varðskipið Þór kom við hjá Hampiðjunni í Neskaupstað í gær en fyrirtækið spólaði í land dráttarvírnum af skipinu. Á Facebooksíðu Hampiðjunnar kemur fram að fram undan séu skipti á dráttarvír hjá Þór.
„Svona öflug dráttarskip eru eðlilega með sveran vír, en þvermál vírsins er 64 mm. Er þetta talsvert sverari vír en við erum vön að vinna með, sem er mest í kringum 40mm hjá uppsjávarskipunum. En allt gekk þetta vel og var skemmtilegt verkefni,” segir í færslunni.

Deila: