Leigja Helgu Maríu til hafrannsókna við Grænland

Deila:

HB Grandi hefur undirritað samning um leigu á ísfisktogaranum Helgu Maríu, ásamt 11 manna áhöfn, til Grønlands Naturinstitut. Þar verður skipið við hafrannsóknir á hafsvæðinu við Grænland í 3 mánuði í sumar.

Grænlendingarnir eru að láta smíða nýtt hafrannsóknarskip á Spáni, sem verður ekki tilbúið fyrr en um vorið 2021. Í dag eru þeir ekki með rannsóknarskip og leigja því skip til að brúa tímann þar til nýja skipið verður tilbúið.

Einnig munu verða allt að 10 vísindamenn frá Grænlensku hafrannsóknarstofnuninni um borð við rannsóknir.

Áætlað er að Helga María haldi frá Reykjavík til Nuuk á Grænlandi 10. júní nk. Skipstjóri verður Heimir Guðbjörnsson.

Helle Sigstað deildarstjóri hafrannsókna hjá Grönlands Naturinstitut og Torfi Þ. Þorsteinsson forstöðumaður samfélagstengsla hjá HB Granda við undirritun samningsins í Nuuk á Grænlandi.

 

Deila: