Brim hf fékk langmest úthlutað

Deila:

Brim fékk langhæstu úthlutun heildarkvóta fiskveiðiárið 2023-2024, sem nú er nýhafið. Félagið fékk 42.600 tonn. Þar á eftir kemur FISK-Seafood með 25 þúsund tonn, Ísfélagið með rúm 24 þúsund tonn og Samherji með 23 þúsund tonn. Yfirlit yfir þá sem mest fengu má sjá hér fyrir neðan.

Nýtt fiskveiðiár hófst 1. september. Hafrannsóknastofnun lagði til 1% hækkun á aflamarki þorsks. Ráðlagður heildarafli fer þannig úr 208.846 tonnum í 211.309 tonn. 23% hækkun er á aflamarki ýsu en 7% lækkun í ufsa. Ráðgjöf fyrir gullkarfa hækkar um 62%. Hér fyrir neðan má einnig sjá hvaða skip fá hæsta úthlutun. Sólberg ÓF, sem er í eigu Ísfélags hf., fékk 5,638 tonna úthlutun. Til samanburðar er gert ráð fyrir að strandveiðiflotinn fái tíu þúsund tonn á fiskveiðiárinu.

 

Deila: