Börkur með mest af kolmunna

Deila:

Veiðar á kolmunna standa enn yfir, en umtalsvert er enn óveitt af heimiluðum afla af honum. Nú hefur verið landað um 183.000 tonnum af heildarkvóta upp á 247.300 tonn. Því eru enn óveidd um 64.000 tonn samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu.

Um 20 skip hafa landað megninu af þessum afla og eru 9 skip komin með yfir 10.000 tonna afla. Börkur NK er með mestan afla þessara skipa, 18.231 tonn samkvæmt aflastöðulistanum. Næstu skip eru Bjarni Ólafsson AK með 15.400 tonn, Víkingur AK með 15.200, Beitir NK með 14.800 tonn, Venus NS með 14.700 tonn, Hoffell SU með 13.500 tonn, Aðalsteinn Jónsson SU með 12.800 tonn, Margrét EA með 11.900 tonn og Hákon ES 10.450 tonn.

Deila: