Aukinn afli á svæði A

Deila:

Afli strandveiðibáta eftir fyrstu viku veiða í júlí var orðinn 5.181 tonn. Það er 324 tonnum minna en á sama tíma í fyrra. Leyfilegur heildarafli er 10.200 tonn og er því helmingur þess kominn á land.  Langmestur er aflinn á svæði A, frá Snæfellsnesi að Bolungarvík, 2.479 tonn. Hefur hann aukist um 164 tonn. 131 bátur þar er kominn yfir 10 tonna afla, sem er 7 fleiri en í fyrra. Afli á bát er 12,6 tonn að meðaltali og róðrar á bát 18,3 að meðaltali.

Á svæði B, fyrir Norðurlandi, er aflinn 852 tonn, sem er samdráttur um 220 tonn. Meðalafli á bát er 8,7 tonn. Bátar yfir 10 tonnunum eru 39, 7 bátum færri en í fyrra og róðradagafjöldi 14,3 dagar að meðaltali.

Aflinn á svæði C, fyrir Austurlandi er 835 tonn, sem er 248 tonnum minna en á sama tíma í fyrra. Afli á bát er nú 8,3 tonn, en bátarnir sem eru komnir yfir 10 tonna afla eru nú 32 sem er fækkun um 15 báta frá því í fyrra.

Á svæði D, fyrir Suðurlandi hafa 48 bátar komist yfir 10 tonnin og er það einum færra en í fyrra. Heildafli þar er nú 1.016 tonn, 21 tonni minna en í fyrra. Afli á bát er að meðaltali 8,8 tonn dagar á sjó 13,9 að meðaltali.

Deila: