Strandveiðarnar kærkomnar í kvótaleysi

Deila:

„Það hefur bara gengið vel fyrir utan jarðhræringarnar í Grindavík, sem hafði mikil áhrif á okkur og okkar starfsfólk sem bjó þar,“ segir Einar Guðmundsson, framkvæmdastjóri FMS, áður Fiskmarkaður Suðurnesja. FMS tekur við fiski á markað í Bolungarvík, á Höfn, á Ísafirði, Patreksfirði, Sandgerði, Grindavík og Siglufirði. Einar tók við starfinu í janúar 2023 og hefur því gegnt því í rúmt ár.

Strandveiðin byrjar vel um allt land en Einar segir að umsvif strandveiðinnar sé mikilvægur hluti af starfsemi fiskmarkaða á þessum árstíma, sérstaklega þegar stærri útgerðir eru orðnar kvótalitlar. „Bara hér í Sandgerði erum við með um 60 báta. Svo eru fjölmargir í Bolungarvík, á Höfn, Patreksfirði og víðar,“ segir hann. „Þetta eru margir bátar, litlar einingar og mikið at. Það er töluvert mikið álag á mannskapnum núna – en það er líka skemmtilegt,“ áréttar hann.

Nánar er rætt við Einar í nýtútkomnu tölublaði Ægis.

 

Deila: