Öllu starfsfólki Marine Collagen sagt upp

Deila:

Öllu starfsfólki Marine Collagen í Grindavík hefur verið sagt upp störfum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins heldur sínu starfi og vonast til að hægt verði að flytja starfsemina í nýtt húsnæði. RÚV greiniri frá þessu. FYrirtækið framleiðir gelatín og kollagen úr fiskroði og hóf starfsemi í Grindavík fyrir 3 árum.

Erla Ósk Pétursdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir vinnsluna hafa verið stopp frá 10.nóvember vegna jarðhræringanna við Grindavík.

15 starfsmönnum fyrirtækisins hefur verið sagt upp störfum.

Haft er eftir Erlu að sprunga sé í gegn um lóðina og innkeyrsluna hjá fyrirtækinu. Rafmagnsstrengurinn sé farinn í sundur en fyrirtækið hafi nýlega endurheimt heitt vatn. Húsnæðið hallar um 15 cm. Fram kemur að beðið sé lokaniðurstöðu úttektar Náttúruhamfaratryggingar Íslands á ástandi hússins. Tryggingaverðmæti hlaupi á 500 milljónum og á meðan niðurstöðu sé beðið sé ekki hægt að taka ákvörðun um kostnaðarsama flutninga.

Deila: