Saga Landeyjahafnar rakin í máli og myndum

Deila:

Kjartan Elíasson verkfræðingur á hafnadeild Vegagerðarinnar flutti erindi um sögu Landeyjahafnar á morgunfundi Vegagerðarinnar snemma í vor. Landeyjahöfn er eina höfnin á Íslandi sem er í eigu Vegagerðarinnar.

Í frétt um erindið á vef Vegagerðarinnar er rifjað upp að eldgosið í Eyjafjallajökli hafi sett mikið strik í reikninginn varðandi notkun hafnarinnar. „Mikið gosefni skolaðist fram með Markarfljóti og safnaðist fyrir við höfnina. Þannig fór dýpið framan við höfnina úr um -11,0 m í um -8,0 m. Fara þurfti í miklar dýpkanir en verkið var seinlegt þar sem gosefnið var létt og erfitt að dæla því burt og þegar það settist á botninn innan hafnar þá pakkaðist efnið í hart lag sem seinlegt var að dæla.”

Fram kemur að um fordæmalausa stöðu hafi verið að ræða og erfitt hafi reynst að spá fyrir um þróunin aí notkun hafnarinnar. „Því var ekki hægt að treysta á að niðurstöður mælinga fyrstu árin eftir opnun hafnarinnar hefðu eitthvert forspárgildi, því ólíklegt var hvort þær endurspegluðu „venjulegt“ ástand við höfnina.”

Greinina um erindið má í heild lesa hér.

Deila: