-->

Ási Guðna sennilega sá fyndnasti

Maður vikunnar nú er Akureyringur, en starfar í Þýskalandi sem innkaupastjóri hjá Icefresh GmbH. Hann er mikill skíða- og hjólreiðamaður, en vegna faraldursins hefur hann gripið til fótanna og heldur sér í formi með því að hlaupa. Grillaðar íslenskar lærissneiðar eru uppáhalds maturinn hans

Nafn:
Sigmar Örn Hilmarsson.

Hvaðan ertu?
Héðan og þaðan en lít á mig sem Akureyring.

Fjölskylduhagir?
Giftur Helgu Sigfúsdóttur og saman eigum við synina Bergmar Loga og Bergvin Rúnar.

Hvar starfar þú núna?
Innkaupastjóri hjá Icefresh GmbH. Ég sé sem sagt um að afla, kaupa og flytja heilan fisk til vinnslunnar í Frankfurt.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?
Það væri í netagerðinni Egersund á Eskifirði í upphafi árs 2011. Þar kviknaði áhuginn, kaffistofu umræðurnar voru um fátt annað en sjávarútveg.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?
Þó það sé klisja þá tel ég það vera fjölbreytileikinn og hasarinn. Það er margt sem getur gerst í ferskri matvælavinnslu.

En það erfiðasta?
Veður er sennilega það erfiðasta. Sem dæmi hafa Þjóðverjar engan skilning á hráefnisskorti eða seinkunum á afhendingum vegna brælu eða lokaðra vega vegna snjóþyngsla.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?
Skrýtnasta og óheppilegasta sem ég hef lent í, var þegar ég skar mig á upphandleggnum á vatnsstút þegar ég ætlaði að stökkva fram og bregða samstarfsfélaga. Honum stökkbrá þó.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?
Það var sjaldan dauð stund með hlera-bróðurnum Ása Guðna. Sennilega fyndnasti maður sem ég hef unnið með.

Hver eru áhugamál þín?
Skíði, fjallaskíðun og þeytast um fjöll á hjóli eru efst í huga. Þegar allt lokaði hér í vor í fyrstu Corona bylgjunni fór ég líka út að hlaupa, ég er ennþá að því alla vega.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Grillaðar íslenskar lambalærissneiðar með góðri sósu og meðlæti.

Hvert færir þú í draumafríið?
Það væri annaðhvort skíðaferð í alpana með fjölskyldunni eða hjólaferð með strákunum, einnig í alpana eða jafnvel til Kanada. Drauma draumurinn væri samt púðurskíðaferð til Japans.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Síldin sækir til vesturs 

Mun meira var að sjá af norsk-íslenskri síld og kolmunna í nýafstöðnum rannsóknarleiðangri færeyska rannsóknaskipsins Jákups Sv...

thumbnail
hover

Smjörsteikt rauðspretta

Rauðspretta er sérlega góður matfiskur með alveg einstöku bragði. Hana má elda á fjölmarga vegu en að þessu sinni leituðum við...

thumbnail
hover

Benchmark fær rekstrarleyfi í Höfnum

Matvælastofnun hefur veitt Benchmark Genetics Iceland hf. rekstrarleyfi til fiskeldis að Kirkjuvogi í Höfnum, Reykjanesbæ í samræmi v...