-->

Byrjaði að vinna við sjávarútveg 13 ára gamall

Maður vikunnar er heimakær og vill helst halda sig heima í fríum. Hann vélstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA 11 og því mikið fjarri heimahögunum, sem eru á Dalvík. Hann ólst upp á Hauganesi og byrjaði að vinna í sjávarútvegi 13 ára.

Nafn:

Níels Kristinn Benjamínsson.

Hvaðan ertu?

Ólst upp á Hauganesi en bý á Dalvík núna.

Fjölskylduhagir?

Í sambúð og á 3 börn.

Hvar starfar þú núna?

Vélstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA 11.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

13 ára gamall.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Öll þessi tækni og nýjungar.

En það erfiðasta?

Ætli það sé ekki eitt af þessum erfðu bilunum sem taka af manni svefn en gaman er það þegar allt er komið á ról aftur.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Lent í mörgu skrýtnu en svo þegar það gerist aftur þá er það ekki skrýtið.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Áhöfnin á Vilhelm Þorsteinssyni EA 11

Hver eru áhugamál þín?

Motorsport og að fylgja börnunum mínum eftir í sínum íþróttum er það skemmtilegasta og auðvitað sjómennskan.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Nautakjöt.

Hvert færir þú í draumfríið?

Er mjög heimakær og vil helst bara vera heima.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ertu öruggur um borð?

Vinnslustöðin, FISK Seafood og VÍS hafa hrundið af stokkum átaksverkefni sem ætlað er að beina kastljósum að öryggismálum á ski...

thumbnail
hover

Síldin sækir til vesturs 

Mun meira var að sjá af norsk-íslenskri síld og kolmunna í nýafstöðnum rannsóknarleiðangri færeyska rannsóknaskipsins Jákups Sv...

thumbnail
hover

Smjörsteikt rauðspretta

Rauðspretta er sérlega góður matfiskur með alveg einstöku bragði. Hana má elda á fjölmarga vegu en að þessu sinni leituðum við...