Heimaey með mest af síldinni

172
Deila:

Veiðum íslenskra skipa á norsk-íslenskri síld er nú lokið. Heildarafli er orðinn 90.449 tonn samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu. Leyfilegur heildarafli er 91.294 tonn. 18 skip stunduðu beinar veiðar á síldinni í haust og fóru fjögur þeirra yfir 8.000 tonna afla.

Aflahæsta skipið er Heimaey VE með 9.253 tonn. Næsta skip er Margrét EA með 8.986 tonn. Þá kemur Börkur NK með 8.676 tonn og svo Beitir NK með 8.296 tonn.

Deila: