Humar í rjóma- og hvítvínssósu

851
Deila:

Við leitum víða fanga þegar við finnum uppskriftir á Auðlindina. Þessa fundum við í Hjálmi, fréttablaði Verkalýðsfélagsins Hlífar. Þetta er forréttur fyrir fjóra og er mjög einfaldur og fljótlegur í matreiðslu. Tilvalinn forréttur um hátíðirnar, eða aðalréttur og þá er bara að tvöfalda uppskriftina.

Innihald:

1 kg humar helst stór eða millistór
hvítlaukssmjör
1 dl. hvítvín
1 dl. rjómi
svartur pipar, mulinn

Hvítlaukssmjör

½ búnt steinselja
3 heilir hvítlauksgeira
300 g smjör við stofuhita
½ msk. sjávarsalt
svartur pipar, mulinn

Allt í hvítlaukssmjörið er unnið saman í matvinnsluvél.

Aðferð

Humarinn er klipptur upp eftir bakinu, en látinn hanga saman á sporðinum, svarta görnin hreinsuð úr honum undir köldu rennansi vatni. Hann síðan þerraður með viskastykki og kjötið lagt upp á bakið. Hvítlaukssmjörinu smurt á humarinn og honum raðað í eldfast mót. Rjóma og hvítvíni hellt yfir. Grillað í ofni við 225 gráður í um það bil 3-4 mínútur.
Þegar humarinn er tekinn úr ofninum hefur dálítið af smjörinu bráðnað ofan í hvítvínið og rjómann og myndað ljúffenga sósu.. Humarinn er borinn fram á diski og sósunni helt yfir.
Gott er að bera fram ristað brauð eða hvítlauksbrauð með humrinum til að dýfa ofan í sósuna.

Deila: