-->

Ljúffeng lúða

Lúða er ljúffengur fiskur, sem elda má á ótal vegu og alltaf er hún góð svo fremi sem hún sé fersk. Hér kemur uppskrift sem er bæði holl og einstaklega bragðgóð. Sósan gerir gæfumuninn, svolítið sérstök, en allt það sem í hana fer blandast einstaklega vel saman. Mælum með þessum rétti í veislur, stórar sem litlar og rómantíska kvöldverði fyrir ástfangið fólk á öllum aldri.

Græn sósa

Lófafylli af basilíku

Lófafylli af myntu

3 flök af niðursoðinni ansjósu

1 msk kapers

2 hvítlauksgeirar

2 dl Extra Virgin ólífuolía

Sketta af sítrónusafa

Salat og fiskur

500g smáar kartöflur

200g smáir tómatar

200g aspas

800g lúðuflök í 4 bitum

Aðferð:

Setjið allt innihaldið í grænu sósuna í blandara og maukið þar til allt er vel blandað saman. Smakkið til með salti og pipar

Skerið tómatana í helminga. Sjóðið kartöflurnar og skerið í helminga.

Snöggsjóðið aspasinn og skerið í bita og setjið í sósuna og setjið kartöflurnar tómatana út í hana líka.

Steikið lúðuna á góðum hita í 3-5 mínútur á hvorri hlið eftir þykkt og kryddið með salti og pipar.

Dreifið sósunni á disk og leggið fiskinn ofan á. Berið fram með salati að eigin vali og góðu brauði

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Um sjötíu nemendur í Sjávarútvegsskólanum útskrifaðir

Kennslu í Sjávarútvegsskóla unga fólksins er lokið þetta árið á Austfjörðum. Nemendur sem sóttu skólann voru 71 talsins og var...

thumbnail
hover

143 tonn af lúðu veidd í...

Á síðasta ári voru veidd og landað nærri 143 tonnum af lúðu þrátt fyrir að allar veiðar á lúðu séu óheimilar. Þetta kemur ...

thumbnail
hover

Oddbjörg hætt hjá LS

Oddbjörg Friðriksdóttir skrifstofustjóri Landssambands smábátaeigenda til rúmlega 30 ára hefur látið af störfum.   Landssamband ...