-->

Mælaborð fiskeldisins opnað

Kristján Þór Júlísson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, opnaði í dag Mælaborð fiskeldis. Í mælaborðinu eru birtar m.a. framleiðslutölur, fjöldi fiska, fjöldi laxalúsa og rekstrarleyfi eldisfyrirtækja, ásamt staðsetningu eldissvæða og niðurstöðum eftirlits stofnunarinnar. Markmið birtingar er að auka gagnsæi í starfsemi atvinnugreinarinnar og veita almenningi og hagsmunaaðilum hagnýtar upplýsingar um starfsemina.

„Með Mælaborði fiskeldis eru allar helstu upplýsingar um stöðu fiskeldis í sjó og á landi orðnar aðgengilegar á einum stað til hagsbóta fyrir almenning og stjórnvöld. Þetta tímamótaskref að stjórnvöld eigi frumkvæði að birtingu þessara upplýsinga er í samræmi við þá stefnumörkun við breytingu á lögum um fiskeldi 2019 að auka gagnsæi í starfsemi greinarinnar. Þessi birting tryggir um leið heildstæðari yfirsýn yfir stöðu og þróun greinarinnar, sem er mikilvægt fyrir alla hlutaðeigandi,“ Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:

Kristján Þór fól Matvælastofnun í fyrra að setja á fót Mælaborð fiskeldis og byggja upp alhliða upplýsingaveitu. Þannig munu upplýsingarnar í mælaborði fiskeldi ekki aðeins nýtast við eftirlit Matvælastofnunar og stefnumótun stjórnvalda varðandi fiskeldi heldur um leið gagnast hagsmunaaðilum og almenningi til að fá heilstæðari upplýsingar um stöðu og þróun fiskeldis á Íslandi.

Í mælaborðinu er meðal annars að finna eftirfarandi upplýsingar:

  • Umfang lífmassa í sjókvíaeldi, umfang rekstrarleyfa, áhættumat, burðarþol, afföll og fjölda laxalúsa eftir landshlutum og fjörðum.
  • Kortasjá sem sýnir staðsetningar eldissvæða um landið og hvaða svæði eru í notkun, ásamt þróun lífmassa, fjölda laxalúsa og afföll (%) á hverju eldissvæði. Einnig er hægt að sjá uppruna og tegund þeirra fiska sem aldir eru á hverju svæði.
  • Eftirlitsskýrslur Matvælastofnunar vegna eftirlits með rekstri og búnaði fiskeldisstöðva eru birtar í mælaborðinu, ásamt rekstrarleyfum.
  • Mælaborðið má finna hér: https://www.mast.is/is/maelabord-fiskeldis

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Brottkast – viðvarandi verkefni

„Á líðandi ári varð veruleg fjölgun mála hjá Fiskistofu er varða brottkast og rekja má fjölgunina til þess að eftirlit var b...

thumbnail
hover

Lítið um hrygningu loðnu fyrir Norðurlandi...

Ætla má að lítið magn að loðnu hafi hrygnt á grunnslóð fyrir Norðurlandi í sumar. Vísbendingar eru um að meira af loðnu hafi ...

thumbnail
hover

Ísleifur VE dró Kap VE til...

Aðalvélin í Kap VE bilaði þegar skipið var á loðnumiðum fyrir norðaustan landið á mánudag. Annað skip frá Vinnslustöðinni, ...