Makríllinn skilar Norðmönnum miklu þrátt fyrir Covid-19

94
Deila:

Það sem af er ári hefur makríl að verðmæti 60 milljarðar íslenskra króna verið landað í gegnum Norges Sildesalgslag. Á sama tíma hafa verið fluttar utan makrílafurðir að verðmæti 52 milljarðar íslenskra króna. Þar með er makrílinn orðin þriðja verðmætasta sjávarafurð norðmanna, næst á eftir laxi og þorski. Þó makrílvertíðinni sé að ljúka á útflutningsverðmæti efir að aukast enn meira til loka ársins.

Makríllinn er frystur á ýmsan hátt og er seldur um veröld víða. Asía er mikilvægasti markaðurinn með Japan og Suður-Kóreu í fararbroddi. Þegar veiðiheimildir eru með minna móti fer bróðurparturinn af afurðunum þangað. Rúmar veiðiheimildir á þessu ári hafa leitt til vaxandi útflutnings til Austur-Evrópu, Austurlanda nær og Vestur-Afríku. Að undanförnu hefur verið lög mikil áhersla á framleiðslu frystra flaka. Það þýðir meiri virðisauka og lækkar kostnað vegna umbúða, flutnings, frystingu og lagerhald. Engu að síður er það takmarkað hve mikið markaðir geta tekið á móti af makrílflökum, sem er mun dýrari afurð en heilfrystu makríll.

Í upphafi makrílvertíðarinnar var þess vænst að verð upp úr sjó gæti orðið 195 krónur íslenskar á kíló af makríl úr nótaveiði. Það varð hins vegar að meðaltali um 205 krónur. Sé gert ráð fyrir að meðalverð fyrir allan landaðan makríl hafi verið 194 krónur, og að allur kvótinn náist, verður verðmæti makríls upp úr sjó 42 milljarðar íslenskra króna. Það er þá 8% meira en metárið 2011. Það sem af er vertíð er meðalverðið 195 krónur að meðtöldum 100.000 tönnum af öðrum skipum en norskum.

Fyrir vertíð spáðu markaðsfyrirtæki metháu verði á makríl upp úr sjó, en benti jafnframt á að því þættir myndu hafa mikil áhrif, það er heimsfaraldurinn, ráðlögð veiði og gengi norsku krónunnar. Allt þetta þrennt var svo veiðum og vinnslu ámakríl til góðs og fyrir vikið varð verðið hátt.

Heimsfaraldur
Covid-19 faraldurinn fól í sér miklar áskoranir fyrir framleiðendur og markaðssetninguna. Sala á uppsjávarfiski hefur gengið betur í faraldrinum en sala á öðrum fiskitegundum, því uppsjávarfiskurinn er tiltölulega ódýr uppspretta prótíns fyrir marga markaði samfara því að sala í matvöruverslunum hefur aukist í kjölfara lokana á hótelum og veitingastöðum. Þá hafa sumar afurðirnar langt geymsluþol, sem er kostur fyrir þá sem vilja fækka verslunarferðum.

Hvað framleiðsluna varðar hafa norsk stjórnvöld lagt mikla áherslu á að skapa þannig umhverfi að bæði veiðar, vinnsla og útflutningur á makríl hafi getað gengið fyrir sig eins og í venjulegu árferði við aðstæður sem eru allt annað en venjulegar. Þá hefur það ráðið útslitum að fragtflutningar til annarra landa hafa gengi snurðulaust. Það sem af er ári hefur heilfrystur makríll verið fluttur utn til 60 landa og fryst flök til nærri 20 landa.

Í upphafi vertíðar ríkti mikil spenna um það hvernig gengi að flytja frystar afurðir til og frá Kína vegna faraldursins. Kína er mikilvægasti útflutningsmarkaður Norðmanna fyrir verðmeiri afurðir eins og lax og makríl. Á meðan á faraldrinum hefur staðið hafa Kínverjar til dæmis hótað að stöðva innflutning á fiskmeti frá Rússlandi vegna þess að veiran fannst í ufsa þaðan og sömuleiðis innflutning frá Ekvado, þar sem veiran fannst í humri þaðan. 20% samdráttur í sölu á makríl til Kína hefur verið bættur upp með útflutningi til Suður-Kóreu og Tæwan.

Ráðlög veiði
Makrílvertíðin hófst seint í ár vegna mikillar átu og slæms veðurs. Það leiddi til þess að Alþjóðahafrannsóknaráðið lagði fram ráðleggingar sínar um hæfilegan heildarafla. Niðurstöður sumarleiðangurs á makrílslóðinni sýndu að mikið magn af makríl var á slóðinni og rannsóknir með troll sýndu að aukningin var 7% frá síðasta ári.  Það kom því á óvart að ráðið lagði til 8% samdrátt í veiðum á næsta ári miðað við ráðlegginguna fyrir þetta ár og 15% samdrátt miðað við þann heildarafla sem strandríkin höfum samtals gefið út. Fréttir um minni kvóta a næsta ári leiddu til verðhækkana á makrílnum í sumar. Þá er einnig búist við minnkandi framboði á öðrum makríltegundum á næsta ári.

Gengisskráning
Þar sem makríllinn er nánast allur seldur ás markaði utan Noregs hefur gengið mikla þýðingu fyrir verlagningu á makríl upp úr sjó. Það koma helst til sögunnar japanska jenið, suður-kóreska wonið, bandaríski dollarinn og evran. Í september féll norska krónan um 7% gagnvart gjaldmiðlum þessara landa. Krónan veiktist áfram gagnvart dollar fram að forsetakosningunum í Bandaríkjunum, en síðan 4. nóvember hefur krónan styrkst um næstum 5% gagnvar evru. Veiking krónunnar gagnvart japanska jeninu frá ágúst til október leiddi til 60 norska aura verðhækkunar, sem skýrir að miklu leyti hærra verð en spáð hafi verið. Samkeppnin um hráefnið leiddi svo til þess að megnið af þessari hækkun féll flotanum í skaut þegar veiðarnar hófust loks í lok september. Styrking norsku krónunnar nú setur þrýsting á afkomu vinnslunnar, hafi framleiðendur ekki náð að ná sér í gjaldeyri á hagstæðara gengi.

Þrátt fyrir faraldurinn verða tekjur makrílflotans í hæstu hæðum. Það sýnir að uppsjávarfiskurinn er þrátt fyrir allt að standa vel, Makrílveiðarnar og hið háa verð upp út sjó tryggir því uppsjávarveiðiflotanum gott ár. Munurinn á fiskverði og útflutningsverði leiðir einnig til að fiskiðnaðurinn þénar vel á makrílnum.

Deila: