Meira utan af heilum ferskum þorski

95
Deila:

Útflutningstölur á ferskum heilum þorski sýna mikla aukningu milli ára.  Á fyrstu sjö mánuðum ársins var magnið farið að nálgast átta þúsund tonn á móti rúmum fimm þúsund á sama tíma í fyrra.  Aukning um 52%. Verðmæti þessara 7.820 tonna nam um 3,3 milljörðum. Þetta kemur fram í samantekt á heimasíðu Landssambands smábátaseigenda. Þar segir ennfremur:

„Þegar sú spurning var lögð fyrir sérfræðinga, hverjir væru stærstu kaupendurnir?  Þá var rétt svar ekki innan seilingar hjá þeim.  Danmörk tók við 30% alls magnsins.  Til Hollands var flutt 26% og Bretland var í þriðja sæti með 18% þess magns sem flutt var út af ferskum heilum þorski á tímabilinu janúar – júlí á þessu ári.

Á öllu árinu 2019 voru alls flutt út 9.212 tonn af ferskum heilum þorski.  Til Bretlands 45%, Holland með 17% og Pólland með 11%.

 

Deila: