-->

Ólíklegt að hægt sé að nýta krossfisk

Aurora Seafood og Matís hafa tekið saman skýrslu um óbeinar veiðar á krossfiski við Íslands, hugsanlegar beinar veiðar og möguleika á verðmætasköpun úr afurðum.

Rætt var við fjölda skipstjóra sem stunda veiðar með plóg, þar sem þeir voru spurðir álits á möguleikum á nýtingu krossfisks og hvort þeir teldu beinar veiðar líklegar til árangurs. Skoðanir skipstjóra voru mjög mismunandi og ekki er hægt að tala um niðurstöður úr þeirri könnun.

Við mælingar vakti það vonbrigði hversu hátt magn kadmíns mældist í krossfiski, bæði sem veiddur var við austurströnd Íslands og vesturströndina. Leyfilegt magn kadmíns fyrir manneldisafurðir eru aðeins 0,5 mg í gr. en mælt magn var 6,3 fyrir austan og 2,5 fyrir vestan. Vitað er að nálægð við eldvirkni veldur kadmínmengun í hægfara botnfiskdýrum og aðstæður hér við land eru einmitt á þann veg.

Einnig vakti það vonbrigði hversu hratt krossfiskurinn brotanaði niður og voru sýni orðin maukuð vegna ensímvirkni á einum til tveimur dögum. Prótein magn krossfiska er aðeins um 12%, en vatnsinnihald um 67%. Ekki er talið líklegt að hægt verði að nýta krossfiskinn til manneldis miðað við þessar niðurstöður. Aurora Seafood hefur flutt út frosinn krossfisk til Bandaríkjanna, en það skilar varla kostnaðarverði við pökkun, frystingu og flutning og því er engin verðmætasköpun við framleiðsluna.

Verkefnið sem fól í sér þessa forathugun á veiðum og vinnslu krossfisks við Ísland var stutt af Matvælasjóði (AVS rannsóknarsjóði í sjávarútvegi). Ómögulegt hefði verið að vinna þetta verkefni án þess stuðnings.

Lokaskýrslu um forathugun á veiðum og vinnslu krossfisks má finna hér.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Formennsku LHG í ACGF lokið

Tveggja ára formennsku Landhelgisgæslu Íslands í samtökum strandgæslna á norðurslóðum lauk á fjarfundi á föstudag. Strandgæslu...

thumbnail
hover

Arctic Fish flytur í gamla Pólshúsið

Arctic Fish ehf. hefur tekið allt húsnæði að Sindragötu 10 á leigu til næstu ára. Fyrirtækið mun flytja þangað skrifstofur sín...

thumbnail
hover

LS semur við Morenot

Landssamband smábátaeigenda hefur gert samning við Morenot (Sjóvélar) um afslátt til félagsmanna á vörum í netverslun fyrirtækis...