-->

Pönnusteikt lúða með sítrónum og kapers

Nú gæðum við okkur á lúðu, drottningu hafdjúpanna. Hér áður fyrr þótti lúðan mikill happadráttur á handfærum, enda stór og feitur fiskur sem dugði til að metta marga munna. Nú eru beinar veiðar á lúðu bannaðar. Komi lífvænleg lúða á króka skal sleppa henni aftur í hafið. Annars ber að landa lúðunni á fiskmarkað, þar sem hún er boðin upp og andvirðið rennur til ríkisins. Því kemur alltaf töluvert af lúðu í fiskbúðir og ekki stórmál að nálgast hana.

Innihald:

800g lúða, roðflett og beinlaus, skorin í 4 jafna bita

5 msk. smjör

4 msk. extra-virgin ólífuolía

1 tsk salt

Svartur nýmalaður pipar

8 sneiðar af sítrónu

4 tsk. hvítlaukur, smátt saxaður

1 bolli hvítvín, til dæmis Chardonnay

4 msk. ferskur sítrónusafi

4 msk. kapers

4 msk. fersk steinselja, smátt söxuð

Aðferð:

Saltið lúðubitana smávegis að ofan. Setjið tvær matskeiðar af smjöri og fjórar af ólífuolíu á góða pönnu og hitið að meðalhita.

Hrærið smjörið og olíuna saman og þegar þetta byrjar að brúnast fara fiskvitarnir á pönnuna, saltaða hliðin niður. Saltið og piprið smávegis. Steikið lúðubitana í 5 mínútur og snúið þeim þá við á pönnunni. Setjið sítrónusneiðarnar á pönnuna og steikið bitana í 3-5 mínútur eða lengur eftir þykkt. Gætið þess að ofsteikja bitana ekki því þá geta þeir þornað.

Færið fiskinn og sítrónusneiðarnar upp á disk og haldið heitu.
Haldið meðalhita á pönnunni og setjið hvítlaukinn út á hana og steikið í 1-2 mínútur. Hellið víninu út á og látið sjóða smávegis niður. Bætið þá sítrónusafanum, kapers og steinselju út í og látið krauma í mínútu eða svo. Takið pönnuna af hitanum og hrærið afganginum af smjörinu út í svo úr verði silkimjúk sósa.

Setjið fiskinn aftur á pönnuna og stillið á meðalhita og ausið sósunni yfir fiskbitana og látið malla í mínútu.

Berið fiskinn fram með sítrónusneiðunum, soðnum kartöflum, fersku salati og brauði að eigin vali.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ofnbökuð bleikja

Íslensk bleikja er einhver besti fiskur sem hægt er að fá í matinn. Hún er ekki eins feit og eldislaxinn, bragðið eiginlega alveg ei...

thumbnail
hover

Yfir 50 sóttu um tvö störf...

Síldarvinnslan auglýsti nýverið tvær stöður, rekstrastjóra uppsjávarfrystingar og rekstrastjóra útgerðar. Attentus-mannauður og...

thumbnail
hover

Samdráttur í útflutningi sjávarafurða

Útflutningsverðmæti sjávarafurða var rúmir 23,7 milljarðar króna í maí, sem er í samræmi við bráðabirgðatölur Hagstofunnar ...