Betra veðurs beðið
Beðið er eftir að veður skáni á Flateyri svo hægt sé að halda áfram að hífa báta upp úr höfninni. Þetta segir Guðmundur Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar í samtali við ruv.is.
Á laugardag tókst að hífa Blossa ÍS 225 upp og færa á bryggjukantinn á höfninni. Kafarar bundu einnig stálbátinn Eið ÍS 126 fastan við bryggjuna undir kvöld í fyrradag. Það var gert til þess að hann reki ekki í burt.
Hinir bátarnir fimm eru enn óhreyfðir síðan flóðin féllu.