-->

Samherjatogarar farnir í Barentshafið

Tveir togara Samherji eru nú farnir til þorskveiða í lögsögu Noregs í Barentshafi. Það eru Björgúlfur EA og Kaldbakur EA, sem báðir eru með aflaheimildir þar. Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja, segir í samtali við Auðlindina, að það verði gott að fá þennan fisk inn í vinnsluna hjá fyrirtækinu, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem togarar Samherjar sækja þorsk þangað.

Björgvin er með 369 tonna kvóta á svæðinu og Kaldbakur með 283 tonn. Þeir bera rúmlega 200 tonn af ísfiski í lest svo líklega verður eitthvað af aflanum flutt með flutningaskipi til vinnslu við Eyjafjörðinn. Löng siglin er í Barentshafið, langleiðina vika fram og til baka.

Samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu eru nú sex skip skráð með afaheimildir í lögsögu Noregs í Barentshafi eftir millifærslur milli skipa. Mestar heimildir hefur Örfirisey RE, 1.274 tonn og næst kemur Sólberg ÓF með 1.269 tonn. Af þessum sex skipum er Frosti ÞH með 19 tonna kvóta þarna og ljóst að hann fer ekki þangað til að sækja hann. Sjötta skipið er Blængur NK með 181 tonn.
Bæði Sólberg og Örfirisey eru nú að veiðum í Barentshafinu.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ágætur afli

Afli bolfiskskipa Loðnuvinnslunnar, Ljósafells, Sandfells og Hafrafells, í febrúar var 945 tonn óslægt. Ljósafell var með 535 tonn. ...

thumbnail
hover

Álaveiðar mögulegar sem búsílag

Fiskistofa auglýsir nú eftir umsóknum um álaveiðar til eigin neyslu. Allar álaveiðar eru óheimilar í sjó, ám og vötnum á Íslan...

thumbnail
hover

Einfalda löggjöf um áhafnir skipa

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til umsagnar í samráðsgátt drög að frumvarpi til laga um áhafnir skipa. Með frumv...