Skaginn 3X selur kælikerfi til Noregs

181
Deila:

Norska laxeldisfyrirtækið Flakstadvåg Laks, í Senja, hefur ákveðið að taka kælikerfi frá Skaganum 3X,  „sub-chilling“ í notkun. Kerfið kælir laxinn niður í mínus 1 til 2 gráður, sem tryggir meira geymsluþol og stinnari flök en aðrar kæliaðferðir.

Aðferðin er íslaus og er því hagkvæmari og vistvænni en aðrar aðferðir til kælingar. Auk þess að kaupa kælikerfið hefur norska fyrirtækið ákveðið að endurnýja blæðingarkerfi, aðgerðarlínu og færibönd með búnaði frá Skaganum 3X

„Þessi endurnýjun búnaðar mun skipa Flakstadvåg Laks í forystusveit þeirra sem vilja viðhalda mestu mögulegum gæðum á laxi fyrir markaðina.Við gerum þetta til að tryggja að viðskiptavinir okkar fái hágæða afurðir úr laxi beint úr vinnslu okkar,“ segir Roy Alapnes framkvæmdastjóri  Flakstadvåg Laks AS í færslu á heimasíðu Skagans 3X.

 

Deila: